Kind mánaðrins er Komma frá Gróustöðum í Reykhólahreppi. Hún komst í eigu þeirra Signýjar og Bergsveins árið 1998
. Komma var mjög gæf og kom oft þegar kallað var í hana. Nokkrar gimbrar hafa verið seldar undan henni og dætrum hennar. Sonur hennar Geri fór á
sæðingastöð árið 2007 þannig að hún á marga afkomendur allt í kringum landið.