Þytur frá Litlu-Reykjum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu er fjögurra vetra gamall, heimaalinn stór og fallegur sauður.
Móðir hans var Blesa sem varð gömul kind og góð forystuær. Faðir hans var undan Gera sem var á sæðingastöð. Þytur er
líflegur og fer vel á undan hóp í rekstri. Í fyrrahaust leiddi hann góðan hóp heim í fárviðrinu sem gekk yfir Norðurland.
Þytur er einn af þeim skepnum sem er ómissandi í hverri hjörð. Á Litlu-Reykjum er ræktað forystufé og nú eru þar 5
forystuær. Á annarri myndinni er Hilmar Kári Þráinsson bóndi og dóttir hans Hulda Björk með sauðnum Þyt.