Prinsessu sleppt á fjall

Prinsessu sleppt á fjall Fræðasetrið á eina forystukind, Prinsessu frá Sandfellshaga.

Fréttir

Prinsessu sleppt á fjall

Prinsessa var þrílembd í vor og gengur með krúnótt, hosótt lömb, gimbur með svartan grunnlit og hrút með mórauðan grunnlit. Þau eru undan forystuhrútnum Strump á Gunnarsstöðum sem var valinn ,,fegursti forystuhrútur" Þistilfjarðar á hrútasýningu í haust. 

Prinsessa er mjög róleg og vitur, heilsar upp á mann þegar komið er í fjárhúsin og fer fyrir hóp. Lömbin eru stór, háfætt og sýna vel að þau eru fædd til forystu. Þau eru föl ef þau koma af fjalli í haust. Þeim var öllum sleppt á fjall í gærkvöldi.


Svæði

Fræðasetur um forystufé

Svalbarði, 681 Þórshöfn
S: 852-8899
forystusetur@forystusetur.is

Póstlisti

Ef þú hefur áhuga á að fá póst frá okkur skráðu þá netfangið þitt hér að neðan.