• Um forystufé

    Forystufé hefur verið til hér um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Stundum er forystuféð meira vexti en annað fé og fegurra. Góður forystusauður fór á undan í slæmri færð og fann bestu leiðina, hann rataði vel í hríðarbyljum og skilaði fé í hús heilu og höldnu. Einnig var forystufé talið veðurglöggt og var það oft tregt til að fara úr húsi ef von var á slæmum veðrum á vetrum.

    Lesa meira