About Leader Sheep

Hvað er forystufé?

Forystufé hefur verið til hér um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Stundum er forystuféð meira vexti en annað fé og fegurra. Góður forystusauður fór á undan í slæmri færð og fann bestu leiðina, hann rataði vel í hríðarbyljum og skilaði fé í hús heilu og höldnu. Einnig var forystufé talið veðurglöggt og var það oft tregt til að fara úr húsi ef von var á slæmum veðrum á vetrum.

Forystufé hefur verið órjúfanlegur hluti af sauð fjárhaldi Íslendinga allt frá upphafi byggðar hér á landi. Með harðfylgi sínu, vitsmunum og einstökum forystueiginleikum hefur það margsannað gildi sitt og not, þó sérstaklega við beitarbúskap fyrri tíma.

Fullvíst er talið að fé með hegðunarmynstur íslenska forystufjárins sé hvergi þekkt í heiminum nú á dögum nema á Íslandi. Þessi eiginleiki er því afar fágætur.

Fræðafélag um forystufé

Hinn 13.apríl 2010 var stofnað Fræðafélag um forystufé með aðsetur á Svalbarði í Þistilfirði. Tilgangur félagsins er að vinna að uppbyggingu og rekstri Fræða-seturs um forystufé. Svalbarðshreppur afhenti félaginu gamalt samkomuhús til að hýsa Fræðasetrið.

Forystufé er einstakur stofn í heiminum sem finnst hvergi annarsstaðar. Þessvegna ber okkur að varðveita hann og kynna bæði innanlands og erlendis, jafnt fræðimönnum sem almenningi. Á Fræðasetrinuverður safnað saman á einn stað fróðleik um íslenskaforystuféð og það gert aðgengilegt fyrir almenning ogfræðimenn.

Hér er svo hægt að nálgast Fyrirlestur um forystufé