Kind í fóstur

Boðið er upp á að kaupa kind og hún fóðruð í Sandfellshaga II í Öxarfirði. Gerður samningur milli bænda og eiganda/eigenda kindarinnar. Kindin verður þar til æviloka eða þangað til samningi er rift.

Samningur:

  • Kindin er í umsjón bænda í Sandfellshaga II, er þar með öðrum kindum, fóðruð þar yfir veturinn og er á fjalli þar.
  • Staðsetningartæki er á kindinni allt sumarið svo eigandi getur fylgst með ferðum hennar.
  • Fréttir af kindinni berast eiganda a.m.k. fimm sinnum á ári í tölvupósti og fylgir þá mynd með. Í mars er send mynd af fóstri/fóstrum sem sjást við fósturtalningu. Í maí er send mynd af lömbum og burði ef hægt er. Að hausti er send mynd af ánni með lömbin sín, í nóvember er send mynd þegar verið er að rýja ána. Þá er send mynd af þeim hrúti sem ærin fer undir svo fólk sjái hver er faðir lambanna.
  • Sameiginleg ákvörðun er tekin að hausti hvað gera á við lamb/lömb. Verða þau seld, sett á, slátrað? (Á bóndinn kindina og leigjandinn hefur hana á leigu?)

Í boði er:

  • Að fá ullina unna í band í Ullarvinnslunni í Gilhaga, u.þ.b. 1,5 kg, eftir ósk kindareigenda eða fá ullina óþvegna. Einnig hægt að fá prjónaða flík úr ullinni.
  • Heimsókn í fjárhús í samráði við bændur. Hægt er að fá gistingu í nágrenni.
  • Ferð að sumri á þær slóðir sem kindin er og er þá notast við staðsetningartækið.
  • Að taka þátt í hauststörfum í samráði við bændur. Hægt er að fá gistingu í nágrenninu.
  • Að láta vinna kjöt af lambi/lömbum í Fjallalambi á Kópaskeri ef þeim er slátrað.

Á heimasíðu Fræðasetur um forystufé birtast myndir af þeim kindum sem í boði eru. Þegar búið er að selja kind birtist hver eigandi er en öll önnur samskipti fara fram beint við bændur í Sandfellshaga II.