ARR lömb komin á fjall

Forystuærin með blendingana sína tvo.
Forystuærin með blendingana sína tvo.

Vonandi verða góðir forystublendingar til í haust sem rækta má áfram til að koma ARR arfgerð inn í forystufjárstofninn. Gaman er að skoða þessa blendinga en þeir eru misjafnir . Hjá þessari forystukind á Gunnarsstöðum er annað lambið eins og forystulamb í laginu en hitt eins og venjulegt lamb. Þau eru komin á fjall og verður gaman að sjá þau í haust.