FRÆÐASETUR UM FORYSTUFÉ OPNAR

Annar hrúturinn hennar Brynhildar.
Annar hrúturinn hennar Brynhildar.

Í Fræðasetri um forystufé er ýmislegt að skoða. Fyrir utan allar upplýsingar sem þar eru um forystufé er skemmtilegt gallerý. Í sumar verður Sigurlín Grímsdóttir frá Votumýri á Skeiðum með sýningu á málverkum af kindum, kúm, hestum og landslagi.

Útilistaverk sumarsins eru tveir hrútshausar eftir Brynhildi Kristinsdóttur á Akureyri.