GISTING Í SVALBARÐSSKÓLA

Þetta er skólahúsið á Svalbarði.
Þetta er skólahúsið á Svalbarði.

Svalbarðsskóli er við hlið Fræðaseturs um forystufé. Búið er að sameina skólann skólanum á Þórshöfn og er húsnæðið notað sem félagsheimili og þar er rekið gistihús. Fræðasetur um forystufé annast gistinguna en þar er hægt að fá gistingu í þremur tveggja manna herbergjum, einu þriggja manna og rúm er fyrir sex í skólastofu. Allt eru þetta uppábúin rúm. Þá er aðgangur að eldhúsi með öllu sem til þarf og þvottahúsi. Tilvalið fyrir litla hópa. Hægt er að koma fyrir mörgum dýnum á gófi í sal og á sviði. Allar upplýsingar í síma 8528899 eða forystusetur@forystusetur.is