PRJÓNAGLEÐI

Prjónagleðin á Blönduósi verður 7.-9. júní. Kynnið ykkur dagskrána, öll námskeiðin og gleðina sem þar verður.

Þess má geta að Fræðasetur um forystufé verður með sölubás á Prjónagleðinni eins og undanfarin ár. Þar verða til sölu pakkar með uppskrift og efni í vettlinga, sjal og peysu. Allt er þetta sérhannað fyrir Fræðasetur um forystufé og ullarbandið sem við framleiðum.