STYRKUR FRÁ MATVÆLASJÓÐI

Í gær var úthlutað styrkjum úr Matvælasjóði. Fræðasetur um forystufé fékk 3.000.000 krónur. Þetta á að fara í verkefni sem kallast ,,FORYSTUFJÁRKJÖT - GÆÐAAFURÐ".  Tveir matvælafræðingar, þeir Arnkell Arason og Einir Björn Ragnarsson, hafa tekið að sér að þróa kjöt af forystulömbum og búa til úr því kryddað, þurrkað álegg eða snakk. Þetta er ferli sem tekur talsvert langan tíma og verða gerðar ýmsar tilraunir. Vonandi koma miklar ,,gæðaafurðir" út úr þessu.

Samstarfsaðili í þessu verkefni er Forystufjárræktarfélag Íslands.